HIRÐTEIKNARI REYKJAVÍKURBORGAR

21.08.11 – 10.09.11

 

Hirðteiknari Reykjavíkurborgar hefur það að starfa að draga upp mynd af sumrinu í Reykjavík; mannlífinu, umhverfinu, stemmningunni og annað sem einkennir reykvískt sumar. Hirðteiknarinn fylgist með, teiknar og skráir líðandi stund og mætir á viðburði, uppákomur og hátíðahöld í borginni. Verkefnið er eitt af skapandi sumarstörfum Hins Hússins 2011 en að baki því stendur Rán Flygenring, grafískur hönnuður. Úrval teikninga Hirðteiknarans má sjá www.hirdteiknari.tumblr.com og á www.facebook.com/hirdteiknari.

Rán útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskóla íslands árið 2009. Allar teikningarnar á sýningunni eru til sölu á sama verði eða 6.500 kr. stk..